Sigmar tvöfaldur Norðurlandameistari garpa í sundi
Sigmar Björnsson varð nú nýlega tvöfaldur Norðurlandameistari garpa í sundií flokki 50 - 54 ára. Mótið fór fram fyrstu helgina í október í glænýrri laug Hafnfirðinga á Ásvöllum með góðri þátttöku annarra Norðurlandaþjóða. Á föstudeginum varð Sigmar meistari í 100 m bringusundi og á laugardeginum þá bætti hann við titli í 200 m bringusundi. Jóhann Björnsson bróðir Sigmars
var einnig að keppa á mótinu. Hann vann til silfurverðlauna í 100 m flugsundi og varð í 4. sæti í 400 m fjórsundi. Jóhann keppti í flokki 40-44 ára.
Myndin var tekin þegar Sigmar tók við viðurkenningu frá ÍRB, sunddeildum Keflavíkur og Njarðvíkur. Með Sigmari á myndinni er Guðmundur Jón Bjarnason, formaður Sunddeildar Keflavíkur.