Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 22. júlí 1999 kl. 22:31

SIGLINGAMÓT VIÐ ÚRVALSAÐSTÆÐUR

Um síðustu helgi fóru fram tvö siglingamót á Suðurnesjum. Á föstudag var það Tokai bikarinn á siglingaleiðinni frá Reykjavík til Keflavíkur og á sunnudag var keppt í Grand Keflavík á olympískri braut rétt fyrir utan Keflavík. Metþátttaka var í mótunum báðum, enda frábært veður, og kepptu 15 skútur með 5-10 áhöfnum hver um verðlaunagripina. Er skúturnar komu til Keflavíkur var áhöfnunum boðið til grillveislu í skútann við smábátahöfnina og mættu um 100 manns í grill og gaman eftir jafna og tvísýna keppni. Á laugardag var lögð þríhyrningsbraut út af Keflavík og keppt í einum flokki. Veðrið lék við keppendur alla en Viðar Olsen og áhöfnin á Sæstjörnunni fóru með sigur af hólmi í báðum mótunum. Þá hlaut yngsta og efnilegasta áhöfnin, á Alpine, sérstök verðlaun en öll verðlaunin voru afhent á lokahófi á Ránni á laugardagskvöld. Tokai bikarinn: frá Reykjavík til Keflavíkur Fyrsti flokkur: 1. Auðbjörg - Reykjavík 2. Stína - Reykjavík 3. Gúa - Reykjavík Annar flokkur 1. Sæstjarnan - Reykjavík 2. Svala - Reykjavík 3. Ísold - Keflavík Þriðji flokkur 1. Besta - Kópavogi 2. Eva II - Keflavík 3. Skeggla - Hafnarfjörður Heildarúrslit úr Tokai 1. Sæstjarnan - Reykjavík 2. Svala - Reykjavík 3. Besta - Kópavogi Grand Keflavík: Þríhyrningur utan við Keflavík 1. Sæstjarnan - Reykjavík 2. Svala - Reykjavík 3. Eva II - Keflavík
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024