Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Siggi Jóns tekur við Grindavík
Fimmtudagur 20. október 2005 kl. 15:05

Siggi Jóns tekur við Grindavík

Sigurður Jónsson verður aðalþjálfari meistaraflokks UMFG í knattspyrnu, en hann skrifaði undir þriggja ára samning þess efnis í dag.

Hann tekur við starfinu af Milan Stefáni Jankovic sem mun þess í stað snúa sér að þjálfun yngri flokka félagsins eins og hann hafði hugsað sér þegar til stóð að Guðjón Þórðarson þjálfaði liðið í fyrra.

Auk þeirra tekur Magni Fannberg Magnússon til starfa við þjálfun hjá félaginu, en þeir milan Stefán og Magni verða einnig aðstoðarþjálfarar Sigurðar hjá meistaraflokki.

Sigurður sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri afar spenntur fyrir því að taka við Grindavíkurliðinu. „Félagið er metnaðarfullt eins og ég og það kom ekkert annað til greina eftir að viðræður hófust en að éh yrði hér. Við stefnum að þvi að spila góðan og skemmtilegan fótbolta og að vera í toppbaráttunni í Landsbankadeildinni.“ Hann bætti því við að hann væri þegar frainn að skoða þá leikmenn hér á landi sem eru með lausa samninga. „Við erum komnir á fullt á markaðnum og ætlum að styrkja okkur fyrir næsta ár. Svo eru líka nokkrinr ungir og efnilegir strákar í hópnum hjá okkur sem ég ætla að kíkja betur á.“

VF-Myndir/Þorgils: Þjálfarateymið, Jón Ólafur Daníelsson, Sigurður Jónsson, Milan Stefán Jankovic og Magni Fannberg Magnússon; fyrirliðinn Sinisa Kekic og formaður deildarinnar Jónas Þórhallsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024