Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Siggi Ingimundar áfram með Keflavík
Mánudagur 30. apríl 2007 kl. 09:52

Siggi Ingimundar áfram með Keflavík

Sigurður Ingimundarson mun þjálfa körfuknattleikslið Keflavíkur áfram, en samningur þess efnis var undiritaður á laugardag. Sigurður er einn sigursælasti þjálfari í sögu körfuknattleiks á Íslandi og þó að síðasta tímabil hafi verið nokkur vonbrigði fyrir Keflvíkinga segir á heimasíðu félagsins að mikill metnaður sé hjá stjórn, þjálfara og leikmönnum fyrir næsta ár.

 

Jón Norðdal Hafsteinsson, leikmaður liðsins, skrifaði einnig undir samning við liðið sem hann hefur leikið fyrir allan sinn feril.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024