Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Síðasti séns
Föstudagur 7. apríl 2006 kl. 11:10

Síðasti séns

Í kvöld fer þriðji leikur Hauka og Keflavíkur fram í úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik. Sigri Haukar í leiknum í kvöld verða þær Íslandsmeistarar og binda þá enda á þriggja ára sigurgöngu Keflavíkurkvenna.

Fyrsta leik liðanna lauk með 90-61 sigri Hauka en annar leikurinn var öllu meira spennandi þar sem sigurinn hafðist á lokasekúndum leiksins, 77-79, Haukum í vil. Haukar eru óneitanlega sigurstranglegri fyrir leik kvöldsins en það má aldrei afskrifa Íslandsmeistara.

Leikurinn hefst kl. 19:15 að Ásvöllum í Hafnarfirði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024