Síðasta umferð Intersport-Deildarinnar í kvöld
Í kvöld mun fara heil umferð í Intersport-Deildinni í körfuknattleik karla klukkan 19:15. Þá mun ráðast hvaða lið munu endanlega fara í úrslitakeppnina.
Grindvíkingar spila mikilvægan leik við KR-inga í Rösttinni og er að duga eða drepast fyrir Grindvíkinga í kvöld. Ef Grindvíkingar vinna KR eru þeir öruggir með 7. sætið í deildinni.
Njarðvíkingar taka á móti Haukum í Njarðvík í kvöld og er frítt inn á leikinn. Ef Njarðvíkingar vinna Hauka eru Grindvíkingar öruggir með sæti í úrslitum. Njarðvíkingar spila kanalausir í leiknum þar sem þeir nýverið ráku Lackey og Sayman og munu því ungu strákarnir í liðinu líklega fá að spreyta sig.
Keflvíkingar mæta Fjölni í íþróttarhúsinu í Grafarvogi. Sá leikur skiptir engu máli fyrir hvorugt lið en hvorugt lið vill þó fara með tap á bakinu í úrslitakeppnina.