Sex Suðurnesjastúlkur í U-16 liði Íslands
Hlynur Skúli Auðunsson þjálfari U-16 ára landsliðs kvenna hefur valið þær 15 stúlkur sem taka munu þátt í lokaundirbúningi liðsins fyrir Evrópukeppnina sem haldin verður í Tallin í Eistlandi í lok júlí.
Sem fyrr eru Suðurnesjastúlkur áberandi í hópnum og eru sex stúlkur, þar af fimm frá Grindavík, í hópnum að þessu sinni.
Hlynur Skúli valdi eftirtaldar stúlkur:
Alma Rut Garðarsdóttir - Grindavík
Berglind Anna Magnúsdóttir - Grindavík
Fanney Lind Guðmundsdóttir - Hamar/Selfoss
Hafrún Hálfdánardóttir - Hamar/Selfoss
Ingibjörg Jakobsdóttir - Grindavík
Íris Sverrisdóttir - Grindavík
Jóhanna Björk Sveinsdóttir - Hamar/Selfoss
Kristín Fjóla Reynisdóttir - Haukar
Lilja Sigmarsdóttir - Grindavík
Margrét Albertsdóttir - KFÍ
Margrét Helga Hagbarðsdóttir - ÍR
Margrét Kara Sturludóttir - Njarðvík
María Lind Sigurðardóttir - Haukar
Ragna Margrét Brynjarsdóttir - Haukar
Unnur Tara Jónsdóttir - Haukar
Myndin er af öllum yngri landsliðum Íslands sem fóru á Norðurlandamótið fyrr á árinu/kki.is