Íþróttir

Sex sigrar í röð hjá Grindvíkingum
Miðvikudagur 28. janúar 2015 kl. 21:36

Sex sigrar í röð hjá Grindvíkingum

Grindvíkingar eru sjóðheitir um þessar mundir í úrvalsdeild kvenna í körfubolta, en í kvöld unnu þær sinn sjötta sigur í röð. Þá tóku þær á móti KR á heimavelli sínum og fóru með 16 stiga sigur af hólmi, lokatölur 88-72. Kristina King átti frábærarn leik fyrir þær gulklæddu, en hún skoraði 27 stig og tók 11 fráköst. María Ben var svo með 20 stig og Petrúnella 13.

Grindvíkignar eru nú í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Keflvíkingum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Grindavík-KR 88-72

Tölfræðin hjá Grindavík: Kristina King 27/11 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, María Ben Erlingsdóttir 20/7 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 13, Pálína Gunnlaugsdóttir 10/6 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8/5 stolnir, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 4, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Hrund Skuladóttir 3, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0, Berglind Anna Magnúsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0.