Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sex frá Suðurnesjum í æfingahóp U 16
Þriðjudagur 6. desember 2005 kl. 18:08

Sex frá Suðurnesjum í æfingahóp U 16

Sex knattspyrnumenn af Suðurnesjum hafa verið valdir til þess að taka þátt í úrtaksæfingum fyrir U 16 ára landslið karla. Þetta mun vera fyrsti hópurinn af þremur sem boðaður er á æfingar og fara þær fram um næstkomandi helgi, 10. og 11. desember.

Þjálfari U 16 ára landsliðsins er Freyr Sverrisson, þeir leikmenn frá Suðurnesjum sem valdir voru í þennan tæplega 40 manna æfingahóp eru:

Viktor B. Brynjarsson – Grindavík, Ingimar Ómarsson – Keflavík, Haukur Örn Harðarson – Njarðvík, Kristjón Freyr Hjaltested – Njarðvík, Hannes Kristinsson - Reynir, Viktor Gíslason - Víðir.



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024