Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 5. júní 2002 kl. 21:30

Sex af Suðurnesjum í kvennalandsliðinu

Sigurður Ingimundarson þjálfari kvennalandsliðs Íslands í körfuknattleik hefur valið 12 stúlkur í landsliðshóp sem fer til Andorra og spilar þar á Promotion Cup um miðjan júní mánuð. Sex stúlkur af Suðurnesjum eru í liðinu, fimm úr Keflavík og ein úr Njarðvík.Stúlkurnar sem um ræðir eru Anna María Sveinsdóttir, Birna Valgarðsdóttir, Svava Stefánsdóttir, Kristín Blöndal og Erla Þorsteinsdóttir úr Keflavík og Helga Jónasdóttir úr Njarðvík.
Helga er nýliði í hópnum en þess má geta að Lovísa Guðmundsdóttir úr Njarðvík sem spilar með ÍS var einnig valin í liðið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024