Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Föstudagur 16. maí 2003 kl. 14:22

Sex sundmenn ÍRB fara á Smáþjóðaleikana

Sex sundmenn úr ÍRB verða í landsliði Íslands sem keppir á Smáþjóðaleikunum á Möltu í byrjun júní. Það eru þau, Birkir Már Jónsson, Erla Dögg Haraldsdóttir, Guðlaugur Már Guðmundsson, Íris Edda Heimisdóttir, Jón Oddur Sigurðsson og Örn Arnarson. Þessi hópur gegnir greinilega veigamiklu hlutverki í liðinu því alls keppa sundmennirnir sex í nítján greinum.Nú nýlega stofnaði Reykjanesbær sjóð sem afreksmenn í ólympískum greinum geta sótt um styrki úr. Þessi sjóður er frábært og kærkomið framlag frá bænum. Styrkúthlutun úr sjóðnum væri síðan ætluð íþróttamönnunum til undirbúnings fyrir Ólympíuleikana. Í þennan sjóð mun Reykjanesbær vera með árlegt framlag ásamt því að bærinn mun leita eftir fjárframlagi frá fyrirtækjum í bæjarfélaginu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024