Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Setti Íslandsmet í armbeygjum
Sunnudagur 11. mars 2012 kl. 17:00

Setti Íslandsmet í armbeygjum


Heiðarskóli í Reykjanesbæ er kominn í úrslit í Skólahreysti eftir yfirburðasigur í 7. riðli nú í vikunni en keppnin fór fram í íþróttahúsinu við Austurberg og var mikil stemmning í húsinu þar sem skólar af Reykjanesi og úr Hafnarfirði kepptu.

Þá gerði Jóhanna Júlía Júlíusdóttir frá Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ sér lítið fyrir og setti Íslandsmet á mótinu þegar hún gerði sér lítið fyrir og tók 177 armbeygjur. Gamla metið var 107 armbeygjur.

Úrslitin í Skólahreysti fara fram 26. apríl í Laugardagshöllinni.


Myndin er af vef Skólahreysti og sýnir Jóhönnu Júlíu fagna Íslandsmetinu sínu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024