Senuþjófur á Nettóvelli
Ljósmyndari Víkurfrétta var staddur á Nettóvelli í gær þar sem mynda átti knattspyrnulið meistaraflokks karla og kvenna hjá Keflvíkingum. Þegar strákarnir voru í óðaönn að stilla sér upp og laga hárgreiðsluna, gekk lítill senuþjófur inn á myndina. Sá stutti sat sem fastast og virti fyrir sér knattspyrnukappana. Þegar hann var vinsamlegast beðinn um að yfirgefa svæðið þá brast hann umsvifalaust í grát. Faðir drengsins þurfti svo að bjarga málunum svo allt færi nú vel.
Það er spurning hvort þarna fari framtíðar leikmaður Keflavík en miðað við áhugann þá er það ekki ósennilegt.
Ómar Jóhannsson markvörður og Haraldur Freyr fyrirliði virða stráksa fyrir sér.
„Má ég ekki vera með á myndinni strákar?“
Senuþjófurinn sat sem fastast og vildi ekki yfirgefa veisluna.
Pabbi þurfti að bjarga málunum að lokum.