Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Semja ekki við Odour
Þriðjudagur 25. apríl 2006 kl. 10:09

Semja ekki við Odour

Knattspyrnulið Grindavíkur mun ekki semja við Kenýamanninn Charles „Fundi“ Odour sem var til reynslu hjá félaginu. Odour fór með liðinu í 10 daga æfingaferð til Tyrklands fyrir skemmstu en Sigurður Jónsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, staðfesti þessa ákvörðun Grindvíkinga við vefsíðuna fotbolti.net í gær.

Odour er 26 ára og hefur m.a. leikið með Genk í Belgíu og á um 70 landsleiki að baki.

Líkur eru á því að franski sóknarmaðurinn Mounir Ahandour, sem lék með Grindvíkingum á síðustu leiktíð, semji við félagið en hann fór einnig með Grindvíkingum til Tyrklands.

Heimild: www.fotbolti.net

VF-mynd/ Frá leik Grindavíkur og Fram á síðustu leiktíð



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024