Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Selma Kristín Innanfélagsmeistari 2007
Sunnudagur 13. maí 2007 kl. 18:06

Selma Kristín Innanfélagsmeistari 2007

Innanfélagsmótið í fimleikum hjá Fimleikadeild Keflavíkur fór fram um helgina þar sem keppt var í tromp- og áhaldafimleikum. Að þessu sinni fór keppnin í trompfimleikum fram undir nýju sniði þar sem hópar unnu til verðlauna en ekki einstaklingar. Hópur H1 var innanfélagsmeistari í hópfimleikum og Selma Kristín Ólafsdóttir varð innanfélagsmeistari í áhaldafimleikum.

 

Á föstudag var keppt í trompfimleikum þar sem H3 var sigurvegari í keppni yngri flokka með 17,6 stig en H1 var hlutskarpastur í hópi eldri flokka með 20,9 stig samanlagt. Ásdís Ólafsdóttir er þjálfari H3 hópsins en Hildur María Magnúsdóttir er þjálfari H1 hópsins. H1 hópurinn er því innanfélagsmeistari í hópfimleikum með flestan stigafjölda.

 

Á laugardag fór keppni fram í áhaldafimleikum. Í yngstu flokkunum C og D er ekki keppt til verðlauna en allir iðkendur sýna hvað í þeim býr og í lokin fá allir verðlaunapening fyrir þátttökuna.  Í 6. þrepi B-hópa var Margrét Guðrún Svavarsdóttir í 1 sæti með 57,7 stig samanlagt. Í 2 sæti var Guðrún Eir Jónsdóttir með 56,3 stig samanlag og í 3 sæti var Júlía Svava Tello með 56,05 stig samanlagt. 

 

Í 6. þrepi A-hópa var Agnes Sigurþórsdóttir í 1 sæti með 61,3 stig samanlagt, í 2 sæti var Harpa Hrund Einarsdóttir með 60,55 stig samanlagt og í 3 sæti var Berglind Björgvinsdóttir með 60,3 stig samanlagt. 

 

Í 5. þrepi fimleikastigans var Ingibjörg Þóra Þórarinsdóttir með 55,7 stig samanlagt, í 2 sæti var Helena Rós Gunnarsdóttir með 55,6 stig samanlagt og í 3 sæti Eydís Ingadóttir með 54,8 stig samtals. 

 

Í A1  sem eru 4, 3 og 2 þrep var Selma Krístin Ólafsdóttir í 1 sæti samanlagt með 57,9 stig, Þorgerður Magnúsdóttir var í öðru sæti með 57,2 stig samtals og í 3 sæti var Rakel Halldórsdóttir með 53,5 stig samtals. Selma Kristín Ólafsdóttir er því innanfélagsmeistari í áhaldafimleikum 2007.

 

VF-myndir/ [email protected] og www.keflavik.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024