Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 21. maí 2003 kl. 10:49

Scott Ramsey semur við Keflavík

Scott Ramsay, knattspyrnumaður frá Skotlandi, handsalaði í gærkvöld samning við 1. deildarlið Keflvíkinga til loka næsta tímabils. Ramsay, sem er 27 ára, hefur leikið með Grindvíkingum undanfarin fimm ár og á að baki með þeim 81 leik í úrvalsdeild. Hann gekk í vetur til liðs við KR en hætti þar af persónulegum ástæðum fyrir nokkrum vikum og fór heim til Skotlands. "Ramsay kom til landsins í dag og var á fyrstu æfingu hjá okkur áðan. Við eigum eftir að ganga frá málum við KR en vonandi tekst það á næstu dögum," sagði Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, við Morgunblaðið í gærkvöld.
Frétt af mbl.is!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024