Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 28. maí 2003 kl. 11:02

Scott Ramsey lék með U-23 ára liði Keflavíkur

Scott Ramsey lék sinn fyrsta leik í búningi Keflavíkurliðsins í gær þegar U-23 ára lið félagsins burstaði Víking Ólafsvík 6-0 en leikurinn fór fram á Iðavöllum. Ramsey er ekki í sínu besta formi en hann sýndi lipur tilþrif og var hættulegur þegar hann fékk boltann. Hann er of þungur eins og er og þurfa fáein kíló að fjúka áður en hann getur farið að beita sér á fullu með aðalliði Keflavíkur. Hann mun koma til með að styrkja Keflavíkurliðið þegar hann kemst í betra form.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024