Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 27. maí 2003 kl. 14:23

Scott Ramsey kostar félagið ekkert

Skoski knattspyrnumaðurinn Scott Ramsey hefur fengið leikheimild með Keflavík. Hann hefur æft með Keflavíkurliðinu undanfarna daga en í gær fékkst leikheimild fyrir kappann og ætti Milan Stefán Jankovic því að geta notað kappann gegn Þór nk. laugardag, komist hann í lið. Rúnar Arnarson formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, sem staddur er á Spáni þessa dagana, sagði í samtali við Víkurfréttir að það væri fagnaðarefni að málið væri komið í höfn enda væri þarna sterkur leikmaður á ferð sem kæmi til með styrkja liðið mikið í komandi átökum. Hann sló einnig á þann orðróm sem hefur gengið þess efnis að Keflvíkingar hafi þurft að punga út háum fjárhæðum til að fá Scott Ramsey lausan frá KR.„Félagið er ekki að leggja neinn pening í þetta enda hefðum við ekkert efni á því. Það voru utanaðkomandi aðilar sem buðu okkur að kosta það að hann kæmi hingað og við þáðum það enda er hér sterkur leikmaður á ferð“
En er verið að tala um einhverjar háar tölur í þeim efnum?
„Nei, alls ekki. Þetta er bara eins og gengur og gerist. Hann fer í vinnu hjá okkur og svo er bara að vona að hann nái að hjálpa okkur að koma liðinu upp í efstu deild á ný“.
Rúnar sagði að Ramsey væri í þokkalegasta formi en gerði ekki ráð fyrir því að hann myndi leika allan leikinn gegn Þór og væri það auðvitað undir þjálfaranum komið.
Þess má geta að Scott Ramsey leikur í kvöld með 1. flokki Keflavíkur gegn Víkingi Ólafsvík á Keflavíkurvelli og hefst hann kl. 20:00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024