Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Scott Ramsey bestur hjá Grindavík
Mánudagur 29. september 2008 kl. 14:56

Scott Ramsey bestur hjá Grindavík

Lokahóf knattspyrnudeildar Grindavíkur fór fram með pompi og prakt, síðastliðið laugardagskvöld. Grindvíkingar enduðu knattspyrnuvertíðina með góðum útisigri á Þrótti R. á laugardaginn, 0-1, og enduðu í 7. sæti í Landsbankadeildinni. Grindvíkingar geta verið sáttir með árangur sinn í deildinni í sumar, en liðinu var fyrir tímabilið spáð falli.

Á lokahófinu var valinn besti, efnilegasti og mikilvægasti leikmaðurinn. Hjá stuðningsmannaklúbbi félagsins, Stinningskalda, var Scott Ramsey valinn bestur, Zoran Stamenic mikilvægastur, og Andri Steinn Birgisson fékk sérstök verðlaun fyrir bestu fögnin.

Leikmenn og stjórn völdu einnig Scott Ramsay sem besta leikmanninn, Eysteinn Húni Hauksson var mikilvægastur og Bogi Rafn Einarsson var valinn efnilegastur.

GRV hélt einnig sitt lokahóf og þar var Guðrún Bentína Frímannsdóttir valin besti leikmaðurinn og Anna Þórunn Guðmundsdóttir var valin efnilegust.

VF-Mynd/JJK: Scott Ramsey var valinn besti leikmaðurinn á lokahófi Grindavíkur.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024