Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 10. maí 2003 kl. 13:48

Scott Ramsey á leið til Keflavíkur?

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta eru nokkrar líkur á því að Scott Ramsey, fyrrum leikmaður Grindavíkur í knattspyrnu, gangi til liðs við Keflavík í sumar og leiki með liðinu í 1. deildinni. Rúnar Arnarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, staðfesti í samtali við Víkurfréttir að þetta hefði komið til tals en ekkert væri ákveðið í þeim efnum. „Scott er staddur í Skotlandi þessa dagana og það getur meira en verið að hann verði bara þar. Það hefur hins vegar komið til tals að ef hann skyldi koma til Íslands sé hugsanlegt að hann leiki með okkur í sumar en það er ekkert ákveðið í þeim efnum“, sagði Rúnar aðspurður út í málið.Scott Ramsey er gríðarlega öflugur miðjumaður sem hefur verið einn af máttarstólpum Grindavíkurliðsins undanfarin ár. Ákveði kappinn að ganga til liðs við Keflavík yrði það mikill liðstyrkur fyrir liðið sem ætlar sér án efa beint upp í efstu deild á ný.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024