Sautján stiga tap Njarðvíkur
Njarðvík mætti Stjörnunni í kvöld í Domino´s deild kvenna í körfu og uppskáru tíunda tapið sitt í deildinni. Lokatölur leiksins voru 77-60 fyrir Stjörnunni og það virðist vera að Njarðvík sé ekki að ná sér á strik þrátt fyrir að vera með flest stig leikmanna af bekknum samkvæmt tölfræði í deildinni.
Stig Njarðvíkur dreifðust á fáa leikmenn í kvöld og var Shalonda R. Winton atkvæðamest í liði Njarðvíkur í kvöld með 25 stig, 22 fráköst og 5 stoðsendingar, María Jónsdóttir var með 16 stig og 12 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir var með 7 stig, Karen Dögg VIlhjálmsdóttir var með 6 stig og 4 fráköst og Björk Gunnarsdóttir var með 6 stig.