Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 9. janúar 2003 kl. 20:49

Saunders leikur með Keflvíkingum í bikarslag gegn Njarðvík á morgun

Edmond Saunders, nýi bandaríski leikmaðurinn í Keflavík, leikur með liðinu á morgun gegn Njarðvík í 8-liða úrslitum KKÍ og Doritos. Saunders sem er 203 sentimetrar á hæð og um 105 kg. mætti á sína fyrstu æfingu með liðinu í kvöld. Allir pappírar eru í góðu lagi hjá kappanum og því er ekkert því til fyrirstöðu að hann leiki með liðinu á morgun.Eins og fram kom á vf.is í dag hefur Saunders leikið með Uconn háskólanum í bandaríska NCAA deildinni og þótti hann standa sig með ágætum þar. Var hann þekktur fyrir mikla baráttu sem oft lét skapið hlaupa með sig en hann átti það til að fá mikið af tæknivillum á sínum háskólaferli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024