Sara valin nýliði vikunnar
Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir var valinn nýliði vikunnar í MAAC deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum, en þar leikur hún með liði Canisius skólans í New York fylki.
Sara skoraði 8 stig að meðaltali í tveimur leikjum vikunnar og var með tæplega 60% skotnýtingu. Sara var í viðtali við Karfan.is þar sem hún sagðist óðum vera að venjast boltanum í Bandaríkjunum.
„Þetta tekur tíma og vonandi venst ég leiknum. Það eru mjög hraðar skiptingar þannig að þú hefur í rauninni lítinn tíma til að reyna að sanna þig,“ segir Sara í viðtalinu sem sjá má hér.