Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sara þurfti að hætta keppni
Sunnudagur 5. ágúst 2018 kl. 13:59

Sara þurfti að hætta keppni

Sara Sigmundsdóttir þurfti að hætta keppni á heimsleikunum í crossfit sem fara fram í Wisconsin í Bandaríkjunum. Sara sagði frá því á Instagram samfélagsmiðlinum í morgun.
„Stundum eru hlutirnir ósanngjarnir og fara ekki eins og áætlað var. Ég hef aldrei verið eins vel undirbúin og núna en ég fann fyrir meiðslum í rifbeinum á fyrsta keppnisdegi en var í afneitun og hætti að finna fyrir verkjum eftir 10 jm. í maraþonróðrinum og hélt að þetta yrði í lagi,“ segir hún í upphafi en endar á því að segja: „Þetta er eitt af því erfiðasta sem ég hef þurft að gera að ákveða að hætta keppni sem er tekin eftir ráð frá þjálfara og læknum. Ég mun útskýra þetta betur síðan en eitt er öruggt. Ég kem aftur.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024