Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Sara stóð sig vel á fyrsta keppnisdegi
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir
Föstudagur 29. maí 2015 kl. 19:23

Sara stóð sig vel á fyrsta keppnisdegi

Deilir efsta sætinu með Annie Mist og Kristin Holte eftir tvær greinar

Fyrsta degi Evrópuleikana í crossfit lauk í Ballerup super arena í Kaupmannahöfn í dag þar sem að Njarðvíkingurinn Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fór mikinn og deilir efsta sætinu að loknum tveimur greinum með tveimur öðrum stúlkum.

Sara deildir efsta sætinu með þeim Annie Mist Þórisdóttur og Norðmanninum Kristin Holte sem að allar hafa hlotið 180 stig eftir tvær greinar. Sara endaði í 2. sæti í fyrstu grein dagsins, þar sem að hún og Annie Mist börðust hlið við hlið fram að lokasprettinum sem að Annie Mist vann með aðeins 4/10 úr sekúndu. Sara náði svo 4. besta árangri allra í grein númer tvö þar sem að Annie Mist hafnaði í 5. sæti. Norðmaðurinn Kristin Holte hefur náð þriðja sætinu í báðum greinum hingað til og eru þær því allar jafnar útfrá reiknitöflu mótsins þegar tveimur af sjö greinum mótsins er lokið.

Public deli
Public deli

Keppni verður haldið áfram á morgunn þar sem að keppt verður í þremur greinum.

Um 30 manna hópur frá crossfit Suðurnes er í Kaupmannahöfn að styðja við bakið á Söru en Sporthúsið í Reykjanesbæ sýnir beint frá keppninni í kvennaflokki á 2. hæð hússins og verður fyrsta grein morgundagsins á dagskrá kl. 11:45 á íslenskum tíma.

Stuðningsmenn Ragnheiðar Söru í góðum gír í Ballerup super arena í dag. -mynd fengin af facebook síðu crossfit Suðurnes