Sara sigursæl í háskólaboltanum
Næst stigahæst í stórsigri
Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir og félagar hennar í Canisius háskólanum fögnuðu sigri í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær.
Sara var næst stigahæst með 12 stig þegar liðið bar sigurorð af Binghamton 80-50. Sara lék í 15 mínútur í leiknum og hitti úr fimm af sex skotum sínum auk þess sem hún tók þrjú fráköst.
Liðið hefur nú sigrað tvo leiki en tapað tveimur.