Sara sigraði heimsmeistarann í einvígi
Ragnheiður Sara Sigmundsdótir sigraði heimsmeistarann Katrínu Tönju Davíðsdóttur í crossfit keppni 16.4 Open Announcment í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Sara nældi í 274 stig á meðan Katrín var með 246. Mótið var sýnt í beinni útsendingu á netinu þar sem milljónir fylgdust með þessum tveimur öflugustu konum heims etja kappi. Njarðvíkingurinn Sara fagnaði sigri eins og áður segir eftir harða keppni.
Hér má sjá keppnina en Sara hefur keppni eftir um 33 mínútur í myndbandinu.