Sara sigraði á sterku móti í Boston
Annar sigurinn á innan við viku
Ekkert lát er á velgengni Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur í Crossfitinu en hún gerði sé lítið fyrir og sigraði á gríðarlega sterku móti í Boston í Bandaríkjunum nú fyrir stundu. Það er aðeins vika frá því að Sara var sigurvegari á sterktu móti á Englandi og því ljóst að Njarðvíkingurinn er í feikna formi um þessar mundir. Mótið í Boston, sem kallast East Coast Championship, er eitt stekasta mót árins í crossfitinu, en meðal keppenda var m.a. fyrrum sigurvegari heimsleikanna, Samantha Briggs. Sara sigraði með aðeins tveggja stiga mun og átti í harðri baráttu við Lindsay Valenzuela allt til loka.
Sara var stöðug alla keppnina og hafnaði ofarlega í öllum fjórum keppnisgreinum. Hún hafnaði í 11. sæti í fyrstu þraut, svo í fjórða og sjötta sæti. Bestum árangri náði hún í lokaþrautinni en þar hafnaði hún í öðru sæti. Lokastaðan í mótinu.
Félagar Söru í CrossFit Suðurnes voru samankomnir til þess að fylgast með sinni konu í Sporthúsinu í kvöld. Þau voru augljóslega í skýjunum með árangurinn eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi hér að neðan.
Sara var stöðug alla keppnina og hafnaði ofarlega í öllum fjórum keppnisgreinum. Hún hafnaði í 11. sæti í fyrstu þraut, svo í fjórða og sjötta sæti. Bestum árangri náði hún í lokaþrautinni en þar hafnaði hún í öðru sæti. Lokastaðan í mótinu.
Félagar Söru í CrossFit Suðurnes voru samankomnir til þess að fylgast með sinni konu í Sporthúsinu í kvöld. Þau voru augljóslega í skýjunum með árangurinn eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi hér að neðan.