Sara Rún stigahæst í sigri gegn Kýpur
-Smáþjóðaleikarnir eru haldnir í San Marínó
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta keppir þessa dagana á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Landsliðið keppti í gær við Kýpur þar sem þær sigruðu 63:47. Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst með 19 stig og 7 fráköst á aðeins 23 mínútum spiluðum. Þá skoraði Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12 stig.
Kvennalandsliðið hefur nú keppt tvo leiki á Smáþjóðaleikunum og er með eitt tap og einn sigur.