Sara Rún stigahæst

Sara Rún Hinriksdóttir, fyrrum leikmaður Keflavíkur í körfu, var stigahæst með liði sínu í Bandaríkjunum en hún spilar með Cansius í háskólaboltanum. Hún leikur þar ásamt annarri íslenskri stúlku en þær voru báðar stigahæstar í leiknum og eru lykilleikmenn liðsins.

Sara Rún var nálægt því að fá þrefalda tvennu í leiknum en hún skoraði 11 stig var með 7 stoðsendingar og 8 fráköst. Leikur liðsins endaði þó með tapi og því dugði góður leikur þeirra tveggja ekki til sigurs.