Sara Rún klárar tímabilið með Keflavík

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir mun spila með uppeldisfélagi sínu Keflavík út tímabilið en hún er væntanleg til landsins um miðjan mars. Sara hefur leikið í háskólaboltanum með liði Canisius háskólans þaðan sem hún er að útskrifast. Þar hefur hún verið í lykilhlutverki og vaxið mikið sem leikmaður síðan hún yfirgaf Keflvíkinga árið 2015.

Nýlegt viðtal VF við Söru

Frá þessu er greint á Facebook síðu Keflvíkinga.