Sara Rún í úrvalsliði Domino´s deildar kvenna
Aðeins einn fulltrúi frá Suðurnesjaliðum í liðinu
Fyrr í dag var útnefnt úrvalslið seinni umferðar Domino´s deildar kvenna í körfubolta.
Suðurnesjamenn hafa oft munað fífil sinn fegurri þegar kemur að þessum útnefningum en einungis 1 leikmaður er frá Suðurnesjum að þessu sinni og er að það Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík.
Snæfell á 3 fulltrúa í liðinu, Valur 1 og Keflavík 1.
Úrvalsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Hildur Sigurðardóttir · Snæfell
Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell
Kristen McCarthy · Snæfell
Sara Rún Hinriksdóttir · Keflavík
Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Valur
Besti þjálfarinn í seinni hlutanum: Ingi Þór Steinþórsson · Snæfell
Dugnarðarforkurinn: Jóhanna Björk Sveinsdóttir · Breiðablik
Besti leikmaðurinn/MVP: Kristen McCarthy · Snæfell
Besti dómarinn í Domino's deildum karla og kvenna í seinni hlutanum:
Sigmundur Már Herbertsson