Sara keppir í kraftlyftingum í Houston
Fylgist með í beinni útsendingu
Í dag hefur Njarðvíkingurinn Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir keppni á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fer í Houston í Bandaríkjunum. Sara mun þar keppa í -75 kg flokki.
Sara eins og hún er jafnan kölluð, komst í landsliðið í ólympískum lyftingum árið 2014, hún hlaut brons á Norðurlandamótinu í Noregi ásamt því að setja sex Íslandsmet í greininni það árið.
Hennar helsta grein er þó Crossfit þar sem hún hefur náð mögnuðum árangri. Evrópumeistaratitill og þriðja sæti á sínum fyrstu heimsleikunum eru til vitnis um það.
Fylgjast má með Söru keppa í beinni útsendingu hér. Keppnin hefst klukkan 15:00.