Sár ósigur Njarðvíkinga gegn Haukum
Baráttan að aukast í Domino's deild karla
Njarðvíkingar töpuðu mikilvægum leik gegn Haukum á útivelli í Domino's deild kara í körfubolta í gær. Tveimur stigum munar á liðunum eftir leikinn en baráttan um 3.-6. sæti hefur heldur betur aukist að undanförnu. Lokatölur leiksins voru 86-75 en Haukar voru ávallt skrefinu á undan í seinni hálfleik en leikurinn hafi verið jafn fram að því.
Tölfræðin:
Haukar-Njarðvík 86-75 (21-20, 23-24, 21-15, 21-16)
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 19/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 15/6 fráköst, Tracy Smith Jr. 13/11 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 9, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Ágúst Orrason 7/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 4, Brynjar Þór Guðnason 0, Atli Karl Sigurbjartsson 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Magnús Már Traustason 0, Kristján Örn Rúnarsson 0.