Sannfærandi stórsigur
Keflvíkingar unnu góðan sigur á Norður-írska liðinu Dungannon Swift, 4-1, í dag og eru því í lykilstöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram ytra eftir rétta viku.
Símún Samuelsson gerði fyrsta mark leiksins fyrir Keflavík og var staðan í hálfleik 1-0. Í seinni hálfleiks skoraði Guðmundur Steinarsson tvö mörk og Magnús Þorsteinsson bætti því fjórða við. Fyrirliðinn Jonathan Montgomery lagaði stöðuna fyrir Dungannon rétt fyrir leikslok með glæsilegu marki úr aukaspyrnu.
Nánari fréttir af leiknum innan skamms...
VF-mynd/Þorgils