Sannfærandi sigur Njarðvíkinga
Logi með 27 stig
Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á Borgnesingum í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölurðu 84-99 en leikurinn fór fram í Borgarnesi. Njarðvíkingar náðu snemma forystu og leiddu 42-56 í hálfleik. Sigurinn var aldrei í hættu og mest leiddu gestirnir með 22 stigum í fjórða leikhluta.
Logi Gunnarsson skoraði 27 stig fyrir Njarðvík, Tracy Smith skoraði 24 og tók 13 fráköst og Elvar Már Friðriksson skoraði 22 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 6 fráköst.
Tölfræði leiksins.
Njarðvík: Logi Gunnarsson 27/5 fráköst, Tracy Smith Jr. 24/13 fráköst, Elvar Már Friðriksson 22/6 fráköst/11 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 14, Ágúst Orrason 7, Ólafur Helgi Jónsson 5, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Óli Ragnar Alexandersson 0/4 fráköst, Magnús Már Traustason 0, Maciej Stanislav Baginski 0, Halldór Örn Halldórsson 0, Egill Jónasson 0.