Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sannfærandi sigur í Ljónagryfjunni
Mánudagur 6. mars 2006 kl. 17:11

Sannfærandi sigur í Ljónagryfjunni

Njarðvíkingar sýndu svo sannarlega hvað í þeimi bjó þegar þeir lögðu Fjölni með afgerandi hætti í Ljónagryfjunni í gær, 119-94. Því er ljóst að um hreinan úrslitaleik verður að ræða þegar þeir mæta Keflvíkingum í Sláturhúsinu á fimmtudaginn.

Njarðvíkingar mættu reiðubúnir til leiks í gær og náðu umsvifalaust stjórinni í leiknum og héldu henni til loka. Munurinn í hálfleik var 21 stig, 66-45, þar sem Friðrik Stefánsson, Jeb Ivey og fleiri höfðu farið á kostum.

Friðrik lék ekki neitt að ráði í seinni hálfleik vegna villluvandræða, en Egill Jónasson og Halldór Karlsson stóðu sína pligt undir körfunum í staðinn. Hvorki gekk né rak hjá Fjölnismönnum ef frá er talin frammistaða þeirra Grady Reynolds sem skoraði 32 stig og Harðar Vilhjálmssonar sem gerði 24 stig.

Segja má að Njarðvíkingar hafi þarna verið að hnykla vöðvana eftir misjafnt gengi undanfarið og stefnir allt í rafmagnaðan úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn.

Tölfræði leiksins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024