Sandra Ýr Íslandsmeistari í módelfitness
Um nýliðna helgi fór fram Íslandsmótið í vaxtarrækt og fitness í Háskólabíó. Sem keppnisgrein hefur íþróttin farið ört vaxandi og eru bikar- og Íslandsmót vel sótt og beðið með þónokkurri eftirvæntingu.
Grindavíkurmærin Sandra Ýr Grétarsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði í yfir 171 cm flokki kvenna en Sandra hefur keppt í módel fitness síðan 2011.
	
	Ljósmynd: Sigurður Valdimar Steinþórsson.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				