Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sandra Sigurðardóttir á neyðarláni til Grindavíkur
Sandra í leik með Val gegn Keflavík fyrir tveimur árum. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 28. júní 2023 kl. 21:32

Sandra Sigurðardóttir á neyðarláni til Grindavíkur

Grindavík hefur fengið Söndru Sigurðardóttur á láni frá Val og mun hún leika með félaginu gegn Augnablik í Lengjudeild kvenna á morgun. Báðir markverðir Grindavíkur eru frá vegna meiðsla og nýtti Grindavík sér heimild í reglugerð hjá KSÍ á að fá markvörð á neyðarláni af þeim sökum. Sandra ætlar tímabundið að taka hanskanna af hillunni til að aðstoða Grindavík.

Heiðdís Emma Sigurðardóttir, sem leikið hefur í marki Grindavíkur í sumar, er frá eftir að hafa hlotið tvö höfuðhögg með stuttu millibili. Hún verður frá keppni næstu daga. Chanté Sandiford er einnig frá vegna veikinda sem hún hefur verið að glíma við og halda henni utan keppnisvallar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Sandra Sigurðardóttir á að baki glæsilegan feril hér á landi. Hún lék um 380 leiki í deild- og bikarkeppni og er margfaldur Íslands- og bikarmeistari með Val og Stjörnunni. Sandra á einnig einstakan feril að baki með íslenska landsliðinu og hefur leikið 49 A-landsleiki.

Grindavík fagnar því að fá Söndru til liðs við félagið og erum við þakklát henni fyrir að koma félaginu til aðstoðar í þessari neyð sem skapaðist er meiðsli komu upp hjá markvörðum félagsins. Jafnframt þökkum við Knattspyrnufélaginu Val og KSÍ fyrir gott samstarf í málinu. Bjóðum við því Söndru með stolti velkomna til félagsins.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu knattspyrnudeildar UMFG