Sandgerðingur þriðji í Bílar og Hjól torfærunni við Bolöldu
Önnur umferð Íslandsmótsins í torfæru, Bílar og Hjól torfæran fór fram laugardaginn 21. júlí í misjöfnu veðri. Mikið var um tilþrif og veltur þar sem keppendur sýndu allt sem í bílum þeirra bjó. Það var Aksturíþróttafélag Suðurnesja sem hélt keppnina, en um er að ræða 30 ára afmælisár félagsins. Keppnin var haldin í samstarfi við Umhyggju, félags til stuðnings langveikra barna en helmingur ágóðans rennur til þessa mikilvæga félags. Hátt í 600 manns mættu til að horfa á keppninna sem fram fór í Bolöldu rétt ofan sandskeiðs við litlu kaffistofuna.
Tólf keppendur voru skráðir til leiks, 4 í götubílaflokki og 8 í sérútbúnum flokki.
Sævar Már Gunnarsson sem er 27 ára Sandgerðingur í Akstursíþróttafélagi Suðurnesja, AÍFS, og keppir á Willys í götubílaflokki endaði í 3 sæti eftir flottan og öruggan akstur og var með annan besta tímann í tímabraut í götubílaflokki. Jón Vilberg Gunnarsson sigraði á Snáðanum og annar varð Stefán Bjarnhéðinsson á Kalda sem velti illa í fimmtubraut keppninnar.
Í sérútbúnaflokknum var mikið um veltur og tilþrif. Var það Benedikt Helgi Sigfússon á Hlunknum sem er í AÍFS sem stóð uppi sem sigurvegari í Sérútbunum flokki eftir mikla keppni við Daníel Gunnar Ingimundarson á Green Thunder en hann var 40 stigum á eftir Benedikt þegar uppi stóð.
Þriði varð nýliðinn Valdimar Jón Sveinsson sem ekur Team99 bílnum en hann velti illa í 4braut.
Hér eru úrslit keppninnar:
Götubílaflokkur
1. | Jón Vilberg Gunnarsson | Snáðinn | 1490 |
2. | Stefán Bjarnhéðinsson | Kaldi | 1270 |
3. | Sævar Már Gunnarsson | Willys | 1180 |