Sandgerðingar hætta við þátttöku í 1. deild
Reynir Sandgerði hefur dregið lið sitt úr keppni í 1. deildinni í körfuknattleik og eru ástæður m.a. þær að leikmenn hafa farið frá félaginu í önnur lið og þá hefur þjálfari liðsins, Jón Guðbrandsson, sagt starfi sínu lausu sökum anna í vinnu.
Fannst forráðamönnum deildarinnar því ráðlegast að skrá liðið í 2. deild því ekki væri grundvöllur til þess að halda úti liði í 1. deildinni. Nýjir þjálfarar hafa tekið við Reyni en þeir hafa lengi leikið með liðinu og eru þeir Hlynur Jónsson og Rúnar Pálsson.
Fannst forráðamönnum deildarinnar því ráðlegast að skrá liðið í 2. deild því ekki væri grundvöllur til þess að halda úti liði í 1. deildinni. Nýjir þjálfarar hafa tekið við Reyni en þeir hafa lengi leikið með liðinu og eru þeir Hlynur Jónsson og Rúnar Pálsson.