Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sanders fékk fjögurra leikja bann
Fimmtudagur 28. apríl 2011 kl. 11:59

Sanders fékk fjögurra leikja bann

Thomas Sanders, leikmaður Keflavíkur, var í dag úrskurðaður í fjögurra leikjabann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Sanders fór mikinn í oddaleiknum gegn KR í undanúrslitum Iceland Express deildar karla þegar hann grýtti Brynjari Þór Björnssyni á auglýsingaskilti við áhorfendastæðin í DHL-höllinni og beit hausinn af skömminni er hann stjakaði við dómaranum Sigmundi Má Herbertssyni á leið sinni út úr húsi.

Það gerist ekki oft að erlendir leikmenn leiki meira en eitt tímabil hérlendis en ef Thomas Sanders leikur aftur á Íslandi þarf hann að taka út fjögurra leikja bann.

Úr frétt á heimasíðu KKÍ:
Nr. 20/2010-2011
"Agaúrskurður aga- og úrskurðarnefndar nr. 20/2010-2011. Hinn kærði, Thomas Sanders, skal sæta fjögurra leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik KR og Keflavíkur í úrslitakeppni Iceland Express deild karla sem fram fór þann 7. apríl 2011."

www.karfan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024