Sandefjord valdi Finna fram yfir Jónas
Knattspyrnumaðurinn Jónas Guðni Sævarsson fór á dögunum til reynslu hjá norska knattspyrnuliðinu Sandefjord. Tor Thodesen, þjálfari Sandefjord, sagði við norska Sandefjords Blad í dag að félagið hefði ákveðið að ganga til samninga við finnskan varnarmann í stað Jónasar.
Thodesen lét það í veðri vaka að félagið hefði áhuga á því að semja við Jónas þegar reynslutíma hans lauk þar en ákvað að velja Finnan í stað hans.