Samúel Þór með 17 ára landsliðinu til Danmerkur
Keflvíkingurinn Samúel Þór Traustason hefur verið valinn í U17 lið Íslands í knattspyrnu sem leikur á Norðurlandamóti í Danmörku á næstunni.
Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 18 manna hóp sem leikur á Norðurlandamótinu dagana 28. júlí til 2. ágúst. Ísland leikur í riðli með Finnum, Svíum og Englendingum og verður síðastnefnda þjóðin fyrstu mótherjarnir.