Samúel skoraði magnað mark gegn Eistlandi
Samúel Kári Friðjónsson skoraði glæsilegt mark í 5-2 sigri íslenska U21 landsliðsins á Eistlandi í gær. Samúel átti góðan leik en hann og Albert Guðmundsson, framherji sem voru báðir í HM hópi Íslands í Rússlandi voru í eldlínunni með U21 liðinu. Leikurinn gegn Eistum var í undankeppni Evrópumótsins.
Sigur Íslands var öruggur en Keflvíkingurinn skoraði þriðja mark Íslands af löngu færi, algerlega óverjandi fyrir markvörðinn. Íslendingar eru í 3. sæti riðilsins með 11 stig, einu mminna en Slóvaíka sem er í 2. sæti. Ísland mætir Slóvakíu nk. þirðjudag í mikilvægum leik á heimavelli. Efsta sætið gefur þátttökurétt á Evrópumótið á næsta ári en svo fara fjögur bestu liðin sem lenda í öðru sætið í umspil.