Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Samúel Kári valinn maður leiksins
Samúel Kári var maður leiksins í gær. Skjáskot af vefsíðu Viking FK
Þriðjudagur 25. maí 2021 kl. 20:51

Samúel Kári valinn maður leiksins

Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Viking FK í Noregi, átti heldur betur stórleik í gær þegar Viking mætti Lillestrøm á útivelli.

Samúel lagði upp tvö mörk og skoraði eitt í 1:3 sigri Viking á útivelli. Báðar stoðsendingar Samúels voru gríðarlega löng innköst sem hann tók til móts við vítateig andstæðinganna og svo kórónaði hann leik sinn með því að skora síðasta mark Viking. Í myndskeiðinu neðst í fréttinni má sjá hápunkta leiksins.

Viking situr í fjórða sæti norsku úrvalsdeildarinnar með sex stig og hafa leikið einum leik færri en Rosenborg er í því þriðja með átta stig. Á toppnum eru Molde og Bodø/Glimt með tíu stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024