Samúel Kári skoraði tvö mörk í sigri gegn Stoke
Keflvíkingar halda áfram að gera það gott á erlendri grundu í fótboltanum. Miðjumaðurinn efnilegi Samúel Kári Friðjónsson skoraði bæði mörk varaliðs Reading þegar liðið lagði Stoke um helgina 2-1. Við greindum frá því á dögunum að Samúel hefði verið iðinn við markaskorun á undirbúningstímabilinu. Hann hefur tekið það form með sér inn í tímabilið, en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu.