Samúel Kári skoraði tvö á afmælisdaginn
Markahæstur hjá unglingaliðinu
Keflvíkingingurinn Samúel Kári Friðjónsson skoraði bæði mörk Reading í 2-1 sigri gegn Southampton í leik unglingaliða félaganna í dag í enska boltanum. Samúel hefur staðið sig frábærlega hjá unglingaliði félagsins og er markahæstur með sjö mörk í vetur í leikjum liðsins. Samúel fagnaði 18 ára afmæli sínu í dag og það gerði hann sannarlega með glæsibrag að þessu sinni.
Miðjumaðurinn ungi var hæstánægður og skrifaði eftirfarandi færslu á Twitter.
Flottur sigur í dag 2-1 vs Southampton ekki amalegt að skora 2 a afmælisdegi ⚽️⚽️
— Samúel Kári (@sammikara) February 22, 2014