Samúel Kári skoraði í Noregi
Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson kom mikið við sögu í sigri Vikings á liði Start í efstu deildinni í norsku knattspyrnunni. Samúel gekk nýlega til liðs við norsku Víkingana á nýjan leik frá Paderborn í Þýskalandi.
Samúel Kári skoraði annað mark Víkings eftir rúmlega klukkustundar leik og síðan átti hann stóran þátt í þriðja marki liðsins, skömmu síðar.
Viking er í sjöunda sæti deildarinnar með 39 stig úr 26 leikjum.