Samúel Kári lék með Vålerenga i gær
Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson lék sinn fyrsta deildarleik fyrir aðallið Vålerenga í norsku efstu deildinni í knattspyrnu í gær. Samúel Kári kom inná á 65. mínútu þegar Vålerenga gerði markalaust jafntefli við Brann í 15. umferð deildarinnar.
Samúel Kári gekk til liðs við Vålerenga frá Reading í fyrrasumar, en hann sleit krossband á einni af sínum fyrstu æfingum með Vålerenga. Samúel Kári fékk svo langþráðar mínútur með Vålerenga í leiknum í gær.